Stuttmyndir frá Tævan (Taiwanese Short Films)

Stuttmyndir frá Tævan (Taiwanese Short Films)

Hér verða sýndar sex stuttmyndir, allar með mismunandi efnistök og sjónaræna stíla.

Viðburður: Stuttmyndir frá Tævan
Tími: 13. mars 2019 20:00
Lengd alls: Um 131mín (sjá lengd hverrar myndar fyrir sig í umfjöllun fyrir neðan)
Staður: Bíó Paradís

Six short films exploring different subjects and visual styles will be shown in this screening.

Event: Stuttmyndir frá Tævan (Taiwanese Short Films)
Time: 13 March 2019 20:00
Approx. total length: 131 mins (For each film’s length, please refer to respective section below.)
Venue: Bíó Paradís

Glysdrengirnir frá Tang (唐朝綺麗男)

Leikstjóri: Su Hui-yu 蘇匯宇
2018 | 15mín

Þungbúinn stíll myndarinnar með hægar, skimandi hreyfingar kvikmyndatökuvélarinnar er einkennandi fyrir listamanninn Su Huy-yu. Ótamdar, glimmer-þaktar og blóði-drifnar senur sem sýna orgíu á tímum Tang-veldisins eru heiðursvottur til ókvikmyndaðrar sena úr handriti tævönsku költ-myndarinnar Tang Chao Chi Li frá 1985. Sennilegast eru bæði takmarkaður fjárhagur sem og þrýstingur um ritskoðun á tímum herlaganna ástæður þess að þær senur voru aldrei kvikmyndaðar. Án nokkurar frásagnarlegrar framvindu virka morðsenur svallveislunnar sem óhugguleg martröð. Í „Glysdrengirnir frá Tang“ teflir Su Hui-Yu saman fulltrúum mismunandi kyngerva og menningarkima fjölbreyttrar þjóðfélagsmyndar Tævan.

Verðlaunatilnefningar
2019 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Rotterdam.
2018 Tævanski tvíæringurinn á Þjóðlistasafni Tævan.

The Glamorous Boys of Tang (唐朝綺麗男)

Dir. Su Hui-yu 蘇匯宇
2018 | 15min

In artist Su Hui-yu’s signature style, a moody slow-motion pan captures a wild, glitter-scattered, blood-splattered orgy during the Tang dynasty. The film is an invocation of scenes from 1985 Taiwanese cult film Tang Chao Chi Li that only existed in the screenplay, unfilmed until now due to what can only be imagined as budgetary restrictions and censorship pressures during the Martial Law era. Presented without narrative context, the orgiastic murder scene plays out like an unsettling nightmare. Su Hui-Yu has re-created The Glamorous Boys of Tang to call together the differently gendered bodies and subcultures of Taiwan’s diverse society

Award nominations
2019 International Film Festival Rotterdam
2018 Taiwan Biennale at National Taiwan Museum of Fine Arts

Trailer

Blómi (繁花盛開)

Leikstjóri: Lin Han 林涵
2017 | Drama | Mandarínska | 25mín

Líf hvers og eins okkar er endalaus leit að samastað. Hefði maður val hvers konar fjölskyldu myndi maður kjósa að tilheyra? Út frá samfélagslegri umræðu í Tævan er það jafnvel vankvæðum háð, bæði efnahagslega og félagslega, að einfaldlega stofna til fjölskyldu og standa í barneignum. Fyrir jaðarsetta hópa transfólks, sem enn eiga í vök að verjast í sinni réttindarbaráttu, eru þessir hlutir varðaðir ýmsum hindrunum. Sjálfsmynd Cherry byggist á því að hún er dragdrottning. Áður en sýningin hefst kemst hún að því að kærastinn hefur um nokkuð skeið haldið fram hjá henni með annari stelpu. Cherry tekur sig saman í andlitinu og gengur til vinnu sinnar en finnur á leiðinni yfirgefið ungabarn. Í miðri leiftrandi sýningu á sviðinu með Lenu systur sinni kemst hún að nokkru undarlegu um barnið.

Blossom (繁花盛開)

Dir. Lin Han 林涵
2017 | Drama | Mandarin | 25min

A life of a person is an endless search of one’s sense of belonging. What kind of family can provide a complete belonging if one can choose? In Taiwan, it is already tough for those who wants to create a family with a child of one’s own due to the economic and social consensus. Not to mention for the marginalised transgendered community, there is a great revolution of equalisation that has not yet succeeded. Cherry identified herself as a drag queen. Before the show, she found out her boyfriend had been cheating sleeping with another girl for awhile. Pulled herself together she walked on her way to work, she met with an abandoned baby. When she was performing sparkly on the stage with her close sister, Lena, they discovered something weird about this baby…

Trailer

Starandi í leiðslu (恍惚與凝視的練習)

Leikstjóri: Chen Singing 陳芯宜
2018 | Listræn heimildarmynd | Tævanska, mandarínska | 20mín

Undir stjórnarfari eilífrar ögrunar og innlimunar sigla helgisíðirnir, trúin, líkamar og staða manns og guða öll í rótlausu rofi þar sem við töpum tengunni við landið okkar og hvert annað. Tímanum er skipt upp í ennþá smærri hluta. Þeir sem ekki geta gengið í takt við hann mæta starandi augnaráði okkar í frosnum ramma. Á þessum mörkum skarast allur máttur eyðileggingar og endurfæðingar í leit að öruggu skjóli.

In Trance We Gaze (恍惚與凝視的練習)

Dir. Chen Singing 陳芯宜
2018 | Art, Doc | Taiwanese, Mandarin | 20min

Under constant regimes of discipline and incorporation, rituals, faiths, bodies, and the position of man and god all trend towards uprootedness, where we lose our links to the land and to others. Time is dissected into ever more infinitesimal parts. Those who could not keep up appear within the gaze of a stopped frame. All destruction and rebirth meet at this point in search of a safe corner.

Trailer

Svínið (豬)

Leikstjóri: Chen Singing 陳芯宜
2013 | Drama | Mandarínska | 21mín

Heimili Dawang er við það að verða eyðilagt. Svíninu sem hann hefur af kostgæfni alið verður fórnað á hátið musteranna. Á sama tíma hefur ekki rignt í Taipei í lengri tíma. Dawang minnist dæmisögu Búddista um góðhjartaða konunginn sem fórnaði sér svo að þurrkinum í borginni mætti ljúka. Nágranni Dawang, A-Mao, er bleikhærð dansmær sem óttast að verða ýtt til hliðar svo að yngri stúlkur komist að. Tvær týndar sálir, sem eru að reyna að komast af í gegnum þennan þurrkatíma, hitta hvor aðra.

The Pig (豬)

Dir. Chen Singing 陳芯宜
2013 | Drama | Mandarin | 21min

Dawang’s home is about to be demolished. The pig he has painstakingly raised is about to become a religious offering at a Temple Fair. Meanwhile, it hasn’t rained in Taipei for ages. Dawang recalls the Buddhist fable of a benevolent king who sacrificed himself to end his city’s long drought. Dawang’s neighbor, A-Mao, a showgirl with pink hair, worries about being outcompeted by younger girls. In this parched city, two lost souls come together in a struggle for survival.

Tailer

Arnie (阿尼)

Leikstjóri: Rina B. Tsou 鄒隆娜
2016 | Drama | Filipeyska, tævanska, mandarínska | 24mín

Á meðan bátur filipeyska sjómannsins Arnie liggur við höfn í Tævan kaupir hann hring með aðstoð vina sinna. Hann býst til þess að biðja kærustunnar sinnar í gegnum internetið. Það sem átti að vera hamingjusamasta augnablik lífs hans snýst upp í andhverfu sína þegar hann kemst að því að hún gangi með barn og að Arnie er ekki faðirinn. Daglegt streð innfluttra sjómanna í Tævan er töluvert þar sem þeir upplifa sig líkt og fiska á þurru landi. Veiðin á sunnanmiðunum er góð en hafið er misskunarlaust og úfið og regntímabilið er í nánd.

Verðlaun
2016 Kvikmyndahátíðin í Cannes – Uppgötvun ársins

Arnie (阿尼)

Dir. Rina B. Tsou 鄒隆娜
2016 | Drama | Filipino, Taiwanese, Mandarin | 24min

While docked at the port of Taiwan, Filipino seaman ARNIE buys a ring with the help of his mates. He plans to propose to his girlfriend back home over the internet. What was meant to be the happiest moment of his life soon takes a downward spiral when he finds out that she is pregnant – Arnie is not the father of the child. Like fish out of water, the life of migrant seamen working in Taiwan is a daily struggle… for the catch is plenty down south, but the waves are choppy
and brutal. Monsoon season is here.

Award nomination
2016 Cannes film festival – Discovery Award

Trailer

32km – 60 ár (32公里~六十年)

Leikstjóri: Laha Mebow 陳潔瑤
2018 | Heimildarmynd | Atayal, mandarínska | 26mín

Það er erfitt að komast að gamla þorpi ættflokksins þar sem nær engir vegir liggja þangað eftir að það hefur verið algjörlega afskekkt í nærri sjötíu ár. Wilang er á níræðisaldri og leiðir okkur upp fjallið sem eini leiðsögumaðurinn í þessari leit okkar að upprunanum. Um leið og við fetum í fótspor Wilang ferðumst við í gegnum göng sem tekur okkur aftur í tímann…

32 Km – 60 Years (32公里~六十年)

Dir. Laha Mebow 陳潔瑤
2018 | Doc | Atayal, Mandarin | 26min

After being abandoned for nearly seven decades, the old tribal village is difficult to reach with almost no roads leading to it. The only guide on our journey in search of our roots is Wilang, who drags his octogenarian body up the mountain. As we follow Wilang’s footsteps, we travel a tunnel back in time…

Trailer

Close
Sign in
Close
Cart (0)

No products in the basket. No products in the basket.



Select your currency
TWD New Taiwan dollar